Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. janúar 2022 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Cavani klárar tímabilið með Man Utd - „Vill vera fyrirmynd"
Edinson Cavani klárar tímabilið með United
Edinson Cavani klárar tímabilið með United
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Edinson Cavani, framherji Manchester United, mun klára tímabilið með liðinu en Ralf Rangnick, stjóri félagsins, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Cavani verður samningslaus í sumar og hefur undanfarnar vikur verið orðaður við Barcelona á Spáni. Talið var líklegt að hann væri á förum í þessum mánuði en nú er ljóst að hann spilar með United út leiktíðina.

Úrúgvæski framherjinn skoraði 17 mörk á síðasta tímabili í öllum keppnum og er með 2 mörk í 11 leikjum á þessari leiktíð. Hann hefur þó gefið liðinu mikinn kraft og er Rangnick ánægður með ákvörðun hans að vera áfram.

„Nei, en ég sagði heldur ekki við Edi að hann gæti ekki farið. Ég sagði við hann að ef það væri undir mér komið þá myndi ég vilja hafa hann hér og ég átti þessar samræður við hann í gær," sagði Rangnick.

„Hann kom á skrifstofuna til mín og við töluðum í hálftíma og hann sagði mér að hann ætlaði sér að vera áfram og myndi klára tímabilið með okkur."

„Það var ekki af því ég sagði honum að vera áfram eða hann yrði að vera hérna, heldur kom hann sjálfviljugur og sagði að ég gæti treyst á hann. Edi sagði að hann ætlaði að gefa allt sitt í þetta og vera fyrirmynd fyrir yngri leikmennina,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner