banner
   sun 09. janúar 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Efirminnilegur dagur hjá Bellingham fjölskyldunni
Mynd: Getty Images
Það var stór dagur hjá Bellingham fjölskyldunni í gær.

Jude Bellingham leikmaður Dortmund var í liðinu sem vann ótrúlegan endurkomusigur á Frankfurt 3-2 í deildinni.

Frankfurt var 2-0 yfir í hálfleik en Thorgan Hazard minnkaði muninn áður en Bellingham jafnaði metin þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Mahmoud Dahoud tryggði síðan Dortmund stigin þrjú með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Fyrr um daginn lék Birmingham gegn Plymouth í FA bikarnum á Englandi. Birmingham féll úr leik eftir framlengingu.

En á 70 mínútu leiksins kom Jobe Bellingham, yngri bróðir Jude inná sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Jobe er aðeins sextán ára gamall en Jude er átján ára. Jude var lykilmaður í liði Birmingham tímabilið 2019/20 áður en hann var síðan seldur til Dortmund.


Athugasemdir
banner
banner
banner