Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 09. janúar 2022 16:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fengu heimsókn frá Van Dijk eftir leik
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Heimasíða Liverpool
Það er ekki á hverjum degi þar sem félag á borð við Shrewsbury mætir Liverpool.

En það gerðist í dag, í enska bikarnum.

Liðin mættust á Anfield og voru það heimamenn sem fóru með sigur af hólmi. Shrewsbury byrjaði leikinn vel og tók forystuna en Liverpool var komið 2-1 yfir fyrir leikhlé. Leikurinn endaði svo með 4-1 sigri Liverpool.

Leikmenn Shrewsbury fengu skemmtilega heimsókn í búningsklefa sinn eftir leik. Þangað mætti Virgil van Dijk, að margra mati besti miðvörður í heiminum. Hann gaf sér tíma og spjallaði við leikmenn Shrewsbury, sem mörgum dreymir eflaust að komast eins langt og hann.

Virkilega vel gert hjá Van Dijk sem er mikill fagmaður. Þess má geta að Shrewsbury er í ensku C-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner