Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. janúar 2022 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Fyrstu mínútur Bjarka í efstu deild - AC Milan á toppinn
Svoboda fékk rautt.
Svoboda fékk rautt.
Mynd: EPA
Bjarki Steinn
Bjarki Steinn
Mynd: Getty Images
Venezia 0 - 3 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('2 )
0-2 Theo Hernandez ('48 )
0-3 Theo Hernandez ('59 , víti)
Rautt spjald: Michael Svoboda, Venezia ('58)

AC Milan vann öruggan 0-3 útisigur gegn Venezia í dag. Zlatan Ibrahimovic kom gestunum á bragðið strax á 2. mínútu og Theo Hernandez sá svo um að klára dæmið fyrir gestina með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Michael Svoboda, miðvörður Venezia, fékk rautt spjald á 58. mínútu og í kjölfarið skoraði Hernandez sitt seinna mark úr vítaspyrnu. Svoboda varði boltann með höndinni á marklínunni inn var dæmt víti og fékkk Svoboda reisupassann fyrir það.

Sjáðu atvikið hér.

Á varamannabekk Venezia voru þeir Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason. Bjarki Steinn kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og eru þetta hans fyrstu mínútur í Serie A á ferlinum.

AC Milan er sem stendur í toppsæti deildarinnar, með tveggja stiga forskot á Inter sem á þó tvo leiki til góða. Inter mætir Lazio í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner