sun 09. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Atli með Keflavík í gær og Teitur með HK - Íri á reynslu hjá ÍA
Kristján Atli í upphitun í gær.
Kristján Atli í upphitun í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Atli Marteinsson kom inn á sem varamaður þegar Keflavík lék gegn Breiðabliki í gær. Kristján hefur leikið með Aftureldingu síðustu ár en verður ekki áfram í Mosfellsbænum.

Hann er 25 ára miðjumaður og fékk um tuttugu mínútur í treyju Keflavíkur í gær.

ÍA steinlá gegn Stjörnunni í gær, báðir voru þessir leikir hluti af Fótbolti.net mótinu. Í liði ÍA var írskur miðjumaður.

Sá heitir Clyde O'Connell og er 23 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Limerick en lék með Treaty United í næstefstu deild Írlands í fyrra.

Þá spilaði FH-ingurinn Teitur Magnússon með HK sem tapaði gegn Leikni. Valgeir Valgeirsson var ekki í leikmannahópi HK en hann hefur verið orðaður við topplið síðasta árs í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner