Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 09. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rafn Markús ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík
Mynd: Njarðvík
Rafn Markús Vilbergsson hefur verið ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík en þetta kemur fram á Facebook síðu félagsins.

Rafn er uppalinn í Víði en lék með Njarðvík frá árinu 2005-2013 og var síðan aðalþjálfari meistaraflokks frá 2016-2019.

„Yfirmaður knattspyrnumála kemur til með að halda utan um þróun leikmanna frá 13 ára aldri. Hann mun þannig tengja saman starf yngri flokka og meistaraflokks með enn betri hætti. Þá mun hann jafnframt sjá um og vera með yfirumsjón yfir afreksstarfi félagsins, uppfæra knattspyrnustefnun félagsins og innleiða áherslur sem þar koma fram í alla flokka.

Með ráðningu Rafns sjáum við fram á að efla knattspyrnustarf félagsins í heild sinni ásamt því að veita leikmönnum, jafnt strákum sem stelpum, tækifæri á að bæta sig sem einstaklingar. Við bjóðum Rabba velkominn aftur til starfa hjá Njarðvík!" Segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner