Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. janúar 2022 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Mikil reiði í Madríd - Villarreal náði í stig gegn Atlético
Nabil Fekir í leiknum gegn Rayo Vallecano
Nabil Fekir í leiknum gegn Rayo Vallecano
Mynd: EPA
Pau Torres skoraði fyrir Villarreal
Pau Torres skoraði fyrir Villarreal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rafa Mir var hetja Sevilla gegn Getafe
Rafa Mir var hetja Sevilla gegn Getafe
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Betis sendi frá sér yfirlýsingu eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Rayo Vallecano í dag en félagið var ósátt með dómgæsluna í leiknum og er mikil reiði eftir leikinn. Atlético Madríd mistókst þá að vinna Villarreal.

Betis var manni færri frá 33. mínútu. Alex Moreno var rekinn af velli er hann sparkaði í andlitið á Isi Palazon á eigin vallarhelmingi en Palazon reyndi að skalla boltann í metershæð er Moreno ætlaði að hreinsa. Það blæddi úr hausnum á Palazon og var Moreno rekinn af velli.

Dómgæslan virtist halla á Betis. Stuttu síðar handlék Alejandro Catena, varnarmaður Rayo, boltann í eigin teig en ekkert var dæmt. Sergio Canales kom Betis yfir undir lok fyrri hálfleiks en Ivan Balliu jafnaði þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Betis kallaði eftir broti í uppbyggingu sóknarinnar en dómarinn hunsaði það og dæmdi markið gott og gilt. Betis reyndi að ná inn sigurmarki áður en flautað var til leiksloka en það kom ekki og lokatölur 1-1.

„Real Betis hefur alltaf sýnt dómurum og ákvörðunum þeirra virðingu en það er ekki hægt að lýsa því sem gerðist í dag með orðum. Hlutverk dómarans er að vera sanngjarn en það sem við sáum á Vallecas í dag var skammarlegt," sagði Betis í yfirlýsingu eftir leikinn.

Atlético klúðraði málunum

Spænsku meistarararnir byrjuðu frábærlega gegn Villarreal í dag og komust yfir eftir aðeins tíu mínútur með marki frá argentínska framherjanum Angel Correa.

Eitt af mörkum tímabilsins. Correa sá að Geronimo Rulli, markvörður Villarreal, var kominn út úr markinu og lét hann því vaða af 50 metra færi, yfir Rulli og í netið. Stórkostlegt mark.

Alberto Moreno var nálægt því að jafna metin nokkrum mínútum síðar en skot hans fór í stöng. Villarreal fékk enn betra færi til að jafna á 22. mínútu. Moreno átti aftur skot en boltinn hafði viðkomu af hönd Thomas Lemar og vítaspyrna dæmd. Jan Oblak sá við Gerard Moreno af punktinum.

Oblak varði boltann út í teig og var Dani Parejo fljótur að átta sig og skoraði en VAR tók markið af. Parejo handlék knöttinn áður en hann skoraði og staðan áfram 1-0.

Jöfnunarmarkið skilaði sér á 29. mínútu, Parejo tók aukaspyrnu sem rataði beint á Oblak en hann missti boltann klaufalega frá sér, út á Pau Torres sem jafnaði leikinn.

Staðan 1-1 í hálfleik og ótrúlegt að Villarreal væri ekki búið að skora 3-4 mörk.

Annað mark þeirra kom á 58. mínútu. Torres átti langa sendingu á Moreno sem stangaði hann á Etienne Capoue. Hann kom boltanum á Gerard Moreno sem færði boltann á vinstri vænginn á nafna sinn sem skoraði.

Geoffrey Kondogbia jafnaði metin með góðu skoti átta mínútum síðar eftir að Rulli hafði varið skot frá Correa. Boltinn var laus og Kondogbia réðist á hann og skilaði honum í netið.

Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum var Kondogbia sendur í sturtu fyrir klaufalegt brot. Annað gula spjaldið hans og þar með rautt. Lokatölur 2-2 og Atlético í 4. sæti með 33 stig en Villarreal með 29 stig í 8. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Alaves 0 - 0 Athletic

Osasuna 2 - 0 Cadiz
1-0 Ante Budimir ('38 )
2-0 Enrique Barja ('48 )

Sevilla 1 - 0 Getafe
1-0 Rafa Mir ('22 )

Rayo Vallecano 1 - 1 Betis
0-1 Sergio Canales ('45 )
1-1 Ivan Balliu ('70 )
Rautt spjald: Alex Moreno, Betis ('33)

Villarreal 2 - 2 Atletico Madrid
0-1 Angel Correa ('10 )
0-1 Gerard Moreno ('26 , Misnotað víti)
1-1 Pau Torres ('29 )
2-1 Alberto Moreno ('58 )
2-2 Geoffrey Kondogbia ('67 )
Rautt spjald: Geoffrey Kondogbia, Atletico Madrid ('90)
Athugasemdir
banner
banner