Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 17:08
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Ásgeirs og Þorsteinn Gunnars nýir inn í stjórn KSÍ
Borghildur og Maggi Gylfa endurkjörin
Þorsteinn Gunnarsson kemur nýr inn í stjórnina.
Þorsteinn Gunnarsson kemur nýr inn í stjórnina.
Mynd: Úr einkasafni
Ásgeir Ásgeirsson og Þorsteinn Gunnarsson koma nýir inn í stjórn KSÍ en þetta var ljóst eftir stjórnarkjör á ársþingi KSÍ dag. Borghildur Sigurðardóttir og Magnús Gylfason voru bæði endurkjörin í stjórnina. Borghildur fékk flest atkvæði allra eða 142 atkvæði af 147 mögulegum.

Auk þessara fjögurra bauð Davíð Rúrik Ólafsson sig fram en hann fékk 76 atkvæði og náði ekki kjöri.

Ásgeir og Þorsteinn koma inn í stjórnina fyrir Guðrúnu Ingu Sívertsen og Vigni Má Þormóðsson létu af störfum í stjórninni á þessu ársþingi eftir langa stjórnarsetu.

Atkvæðafjöldi frambjóðenda
Borghildur Sigurðardóttir 142
Þorsteinn Gunnarsson 122
Magnús Gylfason 118
Ásgeir Ásgeirsson 110
Davíð Rúrik Ólafsson 76

Í stjórn KSÍ sitja einnig Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir og Valgeir Sigurðsson en þeirra kjörtímabil nær fram að næsta ársþingi. Guðni Bergsson var endurkjörinn formaður á ársþinginu í dag en þar var einnig samþykkt að fulltrúi frá Íslenskum Toppfótbolta verði í stjórn KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner