Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. febrúar 2019 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool aftur á toppinn - Arsenal lagði botnliðið
Liverpool er á toppnum.
Liverpool er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Arsenal lagði botnliðið.
Arsenal lagði botnliðið.
Mynd: Getty Images
Úr leik Cardiff og Southampton.
Úr leik Cardiff og Southampton.
Mynd: Getty Images
Liverpool er komið aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir þægilegan sigur gegn Bournemouth á Anfield.

Bournemouth átti ágætis byrjun, en fyrsta mark var heimamanna. Það skoraði Sadio Mane, en miklar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum um það hvort Mane hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. En markið var dæmt gild og þannig er það.


Georginio Wijnaldum skoraði glæsilegt mark á 34. mínútu og snemma í seinni hálfleiknum skoraði Mohamed Salah þriðja mark Liverpool.

Það kláraði þennan leik fyrir Liverpool sem fer aftur á toppinn með þriggja stiga forystu á Manchester City þegar 12 umferðir eru eftir.

Arsenal ekki í vandræðum með Huddersfield
Arsenal sótti botnlið Huddersfield heim og sótti sigur, en liðið þarf eitthvað að bíða áfram eftir því að halda hreinu á útivelli. Arsenal er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki náð að halda hreinu á útivelli á þessari leiktíð.

Alex Iwobi kom Arsenal yfir á 16. mínútu og Alexandre Lacazette bætti við marki rétt fyrir leikhlé. Huddersfield minnkaði muninn fyrir leikhlé en þar við sat.

Arsenal fer upp að hlið Chelsea í fimmta sæti deildarinnar, en Huddersfield er sem fyrr á botninum og það virðist svo gott sem útilokað að liðið nái að halda sér uppi.

Gengur lítið hjá Everton - Cardiff vann
Það gengur lítið hjá Everton þessa daganna. Marco Silva, stjóri Everton, mætti sínum fyrrum lærisveinum í Watford í dag og þar var niðurstaðan 1-0 sigur Watford. Andre Gray gerði sigurmarkið á 65. mínútu.

Það er líklega farið að hitna eitthvað undir Silva, en Everton er í níunda sæti og hefur aðeins unnið níu af 27 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Watford er í áttunda sæti.

Gylfi Þór Sigurðsson lék 75 mínútur fyrir Everton, en hjá Cardiff spilaði Aron Einar Gunnarsson 62 mínútur í mjög svo dramatískum sigri Cardiff á Southampton. Cardiff er komið upp í 15. sæti, en Southampton er í 17. sæti.

West Ham og Crystal Palace gerðu þá 1-1 jafntefli í Lundúnaslag. Mark Noble kom West Ham yfir úr vítaspyrnu, en Wifried Zaha jafnaði fyrir Palace.

Crystal Palace 1 - 1 West Ham
0-1 Mark Noble ('27 , víti)
1-1 Wilfred Zaha ('76 )

Huddersfield 1 - 2 Arsenal
0-1 Alex Iwobi ('16 )
0-2 Alexandre Lacazette ('44 )
1-2 Sead Kolasinac ('90 , sjálfsmark)

Liverpool 3 - 0 Bournemouth
1-0 Sadio Mane ('24 )
2-0 Georginio Wijnaldum ('34 )
3-0 Mohamed Salah ('48 )

Southampton 1 - 2 Cardiff City
0-1 Sol Bamba ('69 )
1-1 Jack Stephens ('90 )
1-2 Kenneth Zohore ('90)

Watford 1 - 0 Everton
1-0 Andre Gray ('65 )

Klukkan 17:30 hefst leikur Brighton og Burnley. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner