Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. febrúar 2019 19:11
Arnar Helgi Magnússon
Faxaflóamótið: Haukar vinna B-riðilinn
Eva Núra gerði tvö í dag.
Eva Núra gerði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tveir leikir voru spilaðir í B-riðli Faxaflóamóts kvenna í dag. Annar leikurinn vannst með miklum mun en hinn var meira spennandi.

Í fyrri leik dagsins mættust FH og Álftanes en leikmenn Álftanes sáu aldrei til sólar.

Úlfa Dís, Erna Guðrún og Eva Núra skoruðu allar eitt í mark í fyrri hálfleik og leiddu FH-ingar því 3-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Erna Guðrún skoraði sitt annað mark í leiknum og kom FH í 4-0. Mörk frá Margréti Sif og Evu Núru fylgdu í kjölfarið og 6-0 sigur FH staðreynd.

Augnablik og Haukar mættust í hinum leik riðilsins en þar unnu Haukar nauman sigur, 0-1.

Allir leikir riðilsins hafa þá verið leiknir og eftir úrslit dagsins er það ljóst að Haukar sigra B-riðilinn.

FH 6 - 0 Álftanes
1-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (12' )
2-0 Erna Guðrún Magnúsdóttir (16' )
3-0 Eva Núra Abrahamsdóttir (42' )
4-0 Erna Guðrún Magnúsdóttir (53' )
5-0 Margrét Sif Magnúsdóttir (77' )
6-0 Eva Núra Abrahamsdóttir (87' )

Augnablik 0 - 1 Haukar
Markaskorara Hauka vantar.
Athugasemdir
banner
banner
banner