lau 09. febrúar 2019 20:56
Arnar Helgi Magnússon
Gísli Eyjólfs skoraði tvö - Óttar einnig á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson var í byrjunarlði Mjällby sem að mætti Rosengård í æfingaleik í Svíþjóð í dag.

Tímabilið hefst ekki fyrr en í lok mars og er undirbúningur liðanna því í fullum gangi.

Gísli kom Mjällby í 2-1 rétt áður en að Jakob Bergström, leikmaður liðsins, skoraði þriðja mark liðsins. Gísli var þá aftur á ferðinni og skoraði fjórða mark Mjällby.

Óttar Magnús Karlsson byrjaði á varamannabekk liðsins en kom inná í síðari hálfleik og skoraði fimmta og síðasta mark Mjällby í leiknum. Lokatölur 5-1.

Gísli Eyjólfsson er á láni hjá liðinu frá Breiðablik en liðið hefur forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Óttar gekk til liðs við Mjallby í desember en hann kom frá Trelleborg þar sem að hann var á láni.

Mjällby vann suðurhluta C-deildarinnar í Svíþjóð á síðasta tímabili með tólf stiga forystu og verður áhugavert að fylgjast með gengi Gísla og félaga í B-deildinni á næsta ári.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner