Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 21:29
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Inter loksins á sigurbraut
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru leiknir í ítölsku A-deildinni í dag. Fjörið hefur oft verið meira en eitt mark var skorað í tveimur leikjum.

Fiorentina tók á móti Napoli í fyrri leik dagsins en báðum liðum mistókst að skora í leiknum og niðurstaðan því 0-0 jafntefli.

Parma tók á móti Inter Milan í síðari leiknum og eina mark leiksins kom á 79. mínútu þegar Lautaro Martinez setti boltann í netið.

Framtíð Luciano Spalletti, þjálfara Inter, hefur verið rædd síðustu vikurnar en fyrir leikinn í kvöld hafði liðið ekki unnið síðan á síðasta ári. Jose Mourinho hefur meðal annars verið nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari liðsins.

Staðan á toppnum breytist ekkert við úrslit dagsins. Napoli situr enn í öðru sæti deildarinnar og Inter í því þriðja. Parma og Fiorentina eru bæði um miðja deild.

Sex leikir eru á dagskrá í deildinni á morgun og þá getur Juventus aukið forskot sitt á toppnum en frekar, sigri þeir Sassuolo.

Parma 0 - 1 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('79 )

Fiorentina 0 - 0 Napoli
Athugasemdir
banner
banner