Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. febrúar 2019 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real með montréttinn í Madríd
Leikmenn Real fagna marki.
Leikmenn Real fagna marki.
Mynd: Getty Images
Bale skoraði þriðja mark Real.
Bale skoraði þriðja mark Real.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid 1 - 3 Real Madrid
0-1 Casemiro ('16 )
1-1 Antoine Griezmann ('25 )
1-2 Sergio Ramos ('43 , víti)
1-3 Gareth Bale ('74 )
Rautt spjald: Thomas Teye Partey, Atletico Madrid ('80)

Real Madrid náði í býsna sterkan sigur í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, á þessum laugardegi. Liðið heimsótti nágranna sína í Atletico Madrid.

Það er mikill hiti á milli þessara félaga. Leikfangarottum var kastað í áttina að Thibaut Courtois, markverði Real en hann lék áður fyrr með Atletico.


Casemiro skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu, en það tók Antoine Griezmann ekki langan tíma að jafna. Hann klobbaði Courtois til mikillar ánægju stuðningsmanna Atletico.

Á 43. mínútu fékk Real vítaspyrnu þegar brotið var á Vinicius. Á punktinn steig fyrirliðinn Sergio Ramos. Hann skoraði og kom gestunum yfir.

Alvaro Morata skoraði í seinni hálfleik en var dæmdur rangstæður. Á 74. mínútu skoraði Gareth Bale og gulltryggði Real sigur.

Lokatölur 3-1 og er Real komið upp fyrir Atletico í annað sæti deildarinnar. Real er fimm stigum frá Barcelona, sem á leik til góða.

Fyrr í dag vann Getafe 3-1 sigur gegn Celta Vigo.

Getafe 3 - 1 Celta
0-1 Nestor Araujo ('2 )
1-1 Jaime Mata ('39 , víti)
2-1 Jorge Molina ('62 )
3-1 Jaime Mata ('81 )
Rautt spjald:Maxi Gomez, Celta ('37)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner