Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. febrúar 2019 21:40
Arnar Helgi Magnússon
Spánn: Sigurmark á fimmtu mínútu uppbótartíma
Borja Iglesias og Sergi Darder skoruði báðir
Borja Iglesias og Sergi Darder skoruði báðir
Mynd: Getty Images
Síðari tveimur leikjum dagsins í spænsku úrvalsdeildinni er nú báðum lokið. Þónokkur dramatík var í leikjunum.

Espanyol fékk Rayo Vallecano í heimsókn fyrr í dag. Það voru gestirnir sem að komust yfir á 33. mínútu en þar var að verki Abdoulaye Ba. Fleiri urðu mörkn ekki í fyrri hálfleik og því gestirnir sem leiddu í hálfleik.

Borja Iglesias jafnaði fyrir heimamenn á 72. mínútu úr vítaspyrnu. Það leit allt út fyrir það að jafntefli yrði niðurstaðan en annað kom á daginn. Sergi Darder skoraði sigurmark Espanyol á 95. mínútu eftir sendingu frá Roberto Rosales.

Afar klaufalegt hjá Rayo að ná ekki stiginu endað liðið í harðri fallbaráttu og hvert einasta stig skiptir máli.

Girona tók á móti Huesca í síðari leiknum en fyrir leikinn var Huesca í langneðsta sæti deildarinnar.

Ezequiel Ávila kom gestunum í Huesca yfir á 35. mínútu eftir sendingu frá Moi Gómez. Ávila var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar þegar hann tvöfaldaði forskot Huesca.

Huesca náði að hanga á forskotinu og unnu að lokum gífurlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni. Þrátt fyrir sigurinn er liðið enn í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

Espanyol 2 - 1 Rayo Vallecano
0-1 Abdoulaye Ba ('33 )
1-1 Borja Iglesias ('72 , víti)
2-1 Sergi Darder ('90 )

Girona 0 - 2 Huesca
0-1 Ezequiel Avila ('35 )
0-2 Ezequiel Avila ('40 )
Athugasemdir
banner
banner