Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 16:54
Arnar Helgi Magnússon
Svíþjóð: Svava Rós sjóðheit - Gerði þrennu í dag
Svava Rós
Svava Rós
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir var sjóðheit í dag þegar lið hennar, Kristianstad, mætti Kalmar í sænsku bikarkeppninni í dag.

Úrslitin voru aldrei í hættu en lokatölur urðu 7-1, Kristianstad í vil en Svava Rós gerði þrjú af sjö mörkum liðsins. Þórdís Hrönn Sigfússdóttir komst einnig á blað með marki og Sif Atladóttir stóð vörnina í liði Kristianstad í leiknum.

Elísabet Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu þjálfari Kristianstad.

Þetta var fyrsta umferð bikarkeppninnar en á þessu stigi er leikið í fjórum riðlum og fer efsta liðið úr hverjum riðli í undanúrslit keppninnar.

Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag en Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er hennar lið, Rosengard, sigraði Limhamn Bunkeflo.

IngiBjörg Sigurðardóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu í liði Djurgarden sem vann nauman sigur á Uppsala en markið kom alveg undir lok leiksins. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðan allar 90 mínúturnar í liði Linköping sem að sigraði Jitex, 4-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner