Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. febrúar 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Tottenham fylgist grannt með Maddison
Til Tottenham?
Til Tottenham?
Mynd: Getty Images
Tottenham keypti ekki neinn leikmann í janúar glugganum sem lokaði fyrir rúmlega viku síðan. Annar glugginn í röð sem að liðið verslar ekki leikmann.

Sögusagnirnar um að Christian Eriksen gæti yfirgefið Tottenham í sumar verða sífellt háværari.

Real Madrid er oftast nefnt til sögunnar en Barcelona hefur þó líka komið til tals. Samningur Eriksen við Tottenham rennur út eftir næsta tímabil.

Breska vefmiðilinn The Times heldur því fram að Totteham fylgist nú grannt með James Maddison, leikmanni Leicester, sem hefur vakið verðskuldaða athygli á tímabilinu.

Leicester borgaði 22 milljónir fyrir Maddison síðasta sumar en fjölmiðlar í Englandi halda því fram að hann myndi tvöfaldast ef ekki þrefaldast í verði ef hann færi eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner