Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 20:05
Arnar Helgi Magnússon
Ungur leikmaður Leeds hneig niður á varamannabekknum
Frá atvikinu í dag.
Frá atvikinu í dag.
Mynd: Getty Images
Leeds og Middlesbrough mættust í fyrsta leik dagsins í Championship deildinni í hádeginu í dag.

Lewis Wing skoraði fyrsta mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks og virtist það ætla að vera sigurmarkið. Þangað til á 101. mínútu er Kalvin Phillips jafnaði fyrir Leeds.

Uppbótartíminn var mikill vegna þess að Jack Clarke, ungur leikmaður Leeds, hneig niður á varamannabekk liðsins á meðan á leiknum stóð.

Mikill tími fór í atvikið og var Clarke að lokum fluttur á sjúkrahús þar sem að hann dvelur núna. Félagið gaf frá sér yfirlýsingu þess efnis að Clarke væri með meðvitund og læknar reyndu nú að finna út hvað hefði gerst.

Eftir að hafa unnið sjö leiki í röð frá 24. nóvember til 26. desember hefur Leeds verið að hiksta aðeins. Leeds hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum.

Middlesbrough er í fjórða sæti, en Leeds er komið á toppinn með einu stigi meira en Norwich.
Athugasemdir
banner
banner