Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. febrúar 2019 15:49
Arnar Helgi Magnússon
Var Mane rangstæður í fyrra marki Liverpool?
Mynd: Getty Images
Liverpool er 2-0 yfir gegn Bournemouth þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Anfield.

Sadio Mane kom Liverpool yfir á 24. mínútu leiksins þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá James Milner.

Georginio Wijnaldum tvöfaldaði forystu Liverpool tíu mínútum síðar með frábæru marki. Hann fékk þá sendingu frá Andew Robertson og lyfti boltanum síðan snyrtilega yfir Arthur Boruc í marki Bournemouth.

Nokkrir fótboltaáhugamenn og fyrrverandi leikmaður Liverpool hafa tjáð sig um mark Mane og sagt að markið hafi ekki átt að standa vegna þess að Mane hafi verið rangstæður.

Hér að neðan má sjá mynd af línunni þegar Mane fær sendinguna og eitt er víst að þetta er mjög svo tæpt. Dæmi hver fyrir sig.










Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner