sun 09. febrúar 2020 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Alli biðst afsökunar á myndbandi sem hann birti á Snapchat
Dele Alli
Dele Alli
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Dele Alli hefur beðist afsökunar á myndbandi sem hann birti á Snapchat í gær en það hefur vakið mikla athygli um allan heim vegna fordóma í garð Asíubúa.

Myndbandið hefur fengið mikla umfjöllun í miðlum um allan heim en hann situr með klút fyrir munninn á sér á hóteli.

Alli snéri svo myndavélinni að asískum manni og vísaði texti myndbandsins í kóróna-veiruna sem á uppruna sinn að rekja til Wuhan í Kína.

Enski landsliðmaðurinn hefur nú beðist afsökunar á framferði sínu.

„Ég vil biðjast afsökunar á myndbandinu sem ég birti á Snapchat í gær. Þetta var ekki fyndið og ég áttaði mig á því strax og eyddi því. Ég var að bregðast sjálfum mér og klúbbnum," sagði Alli.

„Þetta er ekki eitthvað sem maður á að grínast með og er hugur minn hjá öllum í Kína," sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner