Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. febrúar 2020 13:45
Aksentije Milisic
Berbatov um Ighalo: Þurfa leikmenn sem hafa ástríðu fyrir félaginu
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrverandi leikmaður Manchester United, er ánægður með að United hafi fengið Odion Ighalo til liðsins í glugganum og segir að liðið þarf leikmenn sem hafa ástríðu fyrir félaginu.

Ighalo kemur til United á sex mánaða lánssamning og er leikmaðurinn sjálfur í skýjunum með að vera mættur til félags sem hann hefur stutt lengi.

„Ég var ánægður með viðtalið við Ighalo þar sem hann sagði frá því hversu ánægður hann væri með að vera kominn til United. Honum langaði svo mikið að koma að honum var alveg sama um launalækkunina. Það er frábært að sjá United fá inn leikmann sem hefur svona mikla ástríðu fyrir félaginu. Liðið þarf svona leikmenn," sagði Búlgarinn.

„Rashford og Martial vilja báðir spila vítt og koma svo inn á völlinn frá vinstri, United hefur vantað leikmann í níuna þetta tímabilið. Það er eitthvað sem Ighalo mun gefa þeim og það verður áhugvert að sjá hvernig liðið mun spila með hann innanborðs."

Fyrsti leikur Ighalo með United gæti orðið þann 17. febrúar en þá fer Man Utd til London og heimsækir Chelsea í stórleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner