Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 09. febrúar 2020 14:00
Aksentije Milisic
Crouch: Egóið hjá Mourinho komið aftur - Verður að vinna bikarinn
Mynd: Getty Images
Peter Crouch, fyrrverandi leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, segir að leikurinn hjá Tottenham gegn Norwich í enska bikarnum sé miklvægari heldur en leikur gegn Chelsea í deildinni og leikirnir gegn Leipzig í Meistaradeildinni.

Tottenham er fjórum stigum frá fjórða sætinu en liðið lagði meistaranna í Manchester City að velli og tókst að koma til baka í endurteknum leik gegn Southampton í enska bikarnum.

„Ég held að Chelsea og Leicester endi í topp fjórum og það er lítið sem mitt gamla félag getur gert við því. Það sem myndi hins vegar gera þetta tímabil eftirminnilegt væri það að vinna bikarinn, vinna loksins titil," sagði stóri Crouch.

„Fyrir nokkrum mánuðum hefði liðið gjörsamlega sprungið við það að lenda 2-1 undir á 71. mínútu. En í þetta skipti leið mér öðruvísi, Mourinho hefur breytt hugafari leikmanna. Það er mikið af stuðningsmönnum sem styðja ekki við bakið á Mourinho, sérstaklega þar sem margir af þeim elskuðu gamla stjórann, en hvað ef hann skilar titli í hús á þessu tímabili?"

Crouch telur ólíklegt að Tottenham nái einu af efstu fjóru sætunum í deildinni en hann segir leikinn gegn Norwich í enska bikarnum verða gríðarlega mikilvægan.

„Það verður erfitt að ná sæti í Meistaradeildinni, en hversu öðruvísi munu hlutirnir líta út ef Tottenham mun hlaupa um á Wembley með bikarinn þann 23 maí?"
Athugasemdir
banner