Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. febrúar 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Dybala í samningaviðræðum við Juventus
Paulo Dybala
Paulo Dybala
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Paulo Dybala er í viðræðum við ítalska félagið Juventus um að framlengja samning hans en Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, staðfestir þessar fregnir.

Dybala, sem er 26 ára gamall, var nálægt því að yfirgefa Juventus síðasta sumar en Manchester United og Tottenham lögðu bæði fram tilboð í kappann.

Juventus vildi þá losa sig við hann en Dybala neitaði að fara og ætlaði að berjast fyrir sæti sínu.

Hann hefur átt frábært tímabil þar sem hann hefur skorað 11 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum og er hann nú í viðræðum við félagið um nýjan og bættan samning.

„Hann er tían hjá Juventus og er mikilvægur fyrir liðið. Við ræddum aðeins samningamálin í janúar og munum svo halda áfram að ræða við hann eftir tímabil," sagði Paratici en núverandi samningur Dybala rennur út sumarið 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner