Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. febrúar 2020 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Faxaflóamótið: ÍA og ÍBV með útisigra í B-riðli
Fríða Halldórsdóttir skallar boltann síðasta sumar.
Fríða Halldórsdóttir skallar boltann síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru í gær fram í B-riðli Faxaflóamóts kvenna. Aðeins tveir leikir eru nú eftir í riðlinum. HK og Afturelding mætast næsta föstudag og þá var viðureign ÍBV og ÍA frestað í janúar og ekki hefur verið fundinn nýr leiktími samkvæmt ksi.is.

ÍA lagði HK í Kórnum í gær. ÍA hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er nú komið með fjóra sigra, tólf stig. Liðið er á toppi riðilsins þökk sé Fríðu Halldórsdóttur sem skoraði eina mark leiksins í gær.

Nánar má lesa um leik ÍA og HK í Facebook-færslu Knattspyrnufélags ÍA neðst í fréttinni.

Í hinum leik gærdagsins tók Afturelding á móti ÍBV á gervigrasinu á Varmárvelli. Sesselja Líf Valgeirsdóttir, sem kom heim í Mosfellsbænum frá Vestmannaeyjum eftir síðustu leiktíð, kom heimakonum yfir en ÍBV svaraði með tveimur mörkum og tryggði sigurinn. Olga Sevocova og Karlina Miksone skoruðu mörk ÍBV í leiknum.

Grótta endar með tíu stig. Augnablik fékk sjö stig en ÍA, Afturelding, HK og ÍBV eiga eins og áður kom fram leik til góða.

HK 0 - 1 ÍA
0-1 Fríða Halldórsdóttir ('25 )

Afturelding 1 - 2 ÍBV
1-0 Sesselja Líf Valgeirsdóttir
1-1 Olga Sevocova
1-2 Karlina Miksone


Athugasemdir
banner
banner
banner