sun 09. febrúar 2020 13:05
Aksentije Milisic
Fred: Erfitt fyrir Man Utd að ná framförum með eigingjarna leikmenn
Verið öflugur í vetur.
Verið öflugur í vetur.
Mynd: Getty Images
Fred hrósar Ole.
Fred hrósar Ole.
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Fred tjáði sig í viðtali á dögunum um gengi Man Utd, Ole Gunnar Solskjær og framfarir sínar hjá félaginu. Fred var keyptur á 47 milljónir punda frá Shaktar Donetsk árið 2018 og átti hann erfiða byrjun hjá félaginu.

En á þessu tímabili hefur Fred heldur betur stígið upp fyrir rauðu djöflanna og var hann til að mynda valinn leikmaður mánaðarins hjá United fyrir janúar mánuð.

„Við þurfum að bæta ýmsa hluti hjá okkur inni á vellinum. Okkur skortir sköpunargáfu en almennt þurfum við að bæta okkur í öllu. Við ræðum hlutina fram og til baka en við verðum líka að sýna það á vellinum. Hlaupa meira og þegar allir í liðinu eru með sama markmið í huga þá verða framfarir," sagði Fred.

„Þegar það eru leikmenn sem eru að reyna skora og spila fyrir sjálfa sig en ekki liðið, þá er mjög erfitt fyrir liðið að ná framförum."

Fred tjáði sig einnig um Solskjær og slæmu byrjun sína hjá United.

„Hann er frábær manneskja og frábær þjálfari. Nýtt starf, ungur þjálfari, hafa verið góðir tíma og slæmir, eins og hjá öllum leikmönnum og þjálfurum. En hann er að bæta sig og ég er fullviss um að hann haldi því áfram og komi félaginu þar sem það á heima," sagði Fred um Ole.

„Í fyrstu leikjum mínum hér fékk ég boltann og allt í einu voru mættir 2 eða 3 leikmenn í mig. Ég hugsaði „hvað er í gangi hérna"? Síðasta tímabil var erfitt fyrir mig en á þessu tímabili er ég að aðlagast betur."

Fred og félagar eru í vetrarfríi en mæta Chelsea í ensku úrvalsdeildinni þann 17. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner