sun 09. febrúar 2020 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grealish til Manchester - Luis Suarez til Barcelona
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sunnudagsslúðrið má lesa hér að neðan. Tekið saman af BBC, Jack Grealish, Lionel Messi, Raheem Sterling, Kevin De Bruyne og Gareth Bale eru meðal þeirra sem slúðrað er um.



Jack Grealish (24) miðjumaður Aston Villa mun íhuga að færa sig um set í sumar þrátt fyrir ást sína á Villa. Mancheser United og Manchester City hafa verið orðuð við Grealish. (Telegraph)

Grealish vill fara til Manchester United ef hann fer frá Villa í sumar þrátt fyrir áhuga frá Barcelona og Real Madrid. (Sun)

Grealish er sagður nú þegar byrjaður að leita sér að húsnæði i Manchester. (Goal)

Manchester City er tilbúið að viðurkenna að liðinu mun ekki takast að fá Lionel Messi (32) í úrvalsdeildina. Messi hefur engan hug á því að fara frá Barcelona. (Express)

Raheem Sterling (25) kantmaður Manchester City, hefur trú á því að hann nái að koma til baka fyrir leikinn gegn Real Madrid. (Telegraph)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er tilbúinn ef kallið kemur frá Manchester United. (Mirror)

PSG er að fylgjast með Danny Rose (29) á meðan hann leikur með Newcastle á láni frá Tottenham. (Sun)

Philippe Coutinho (27) fær að fara á 77 milljónir punda í sumar. Manchester United og Liverpool eru sögð hafa áhuga. (Express)

Kevin De Bruyne (28) miðjumaður Manchester City er sáttur hjá félaginu. Real Madrid og Barcelona eru sögð hafa áhuga. (Goal)

Chris Smalling (30) má fara til Roma á 17 milljónir punda eftir leiktíðina. Roma er ósátt að Manchester United hafi hækkað verðmiðann.

Barcelona hefur áhuga á öðrum Luis Suarez. Félagið vill fá Luis Suarez (22), framerja Real Zaragoza, á láni þar sem Luis Suarez er meiddur hjá Barcelona. (AS)

Gareth Bale (30) vildi fara til Kína síðasta sumar og verða stjarna þar og lyfta boltanum þar á hærra plan. Umboðsmaður Bale segir Bale nú verða áfram hjá Real Madrid. (Goal)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner