Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. febrúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola vonar að Stones fari með enska landsliðinu á EM
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vonast til þess að Gareth Southgate ákveði að taka John Stones með á Evrópumót landsliða í sumar.

Stones, sem er 25 ára gamall miðvörður, hefur aðeins spilað 17 leiki í öllum keppnum með City á þessu tímabili.

Guardiola hefur þó gefið í skyn að Stones komi til með að fá fleiri leiki á næstunni til að eiga möguleika á að vera í enska landsliðinu sem fer á EM.

Stones spilaði aðeins tvo leiki með Englandi á síðasta ári og á í erfiðleikum með að brjóta sér leið inn í liðið hjá Southgate og Guardiola.

„Þetta er mitt vandamál. Ég er manneskja og þegar þeir þjást þjáist ég," sagði Guardiola um Stones.

„Ég vil að John spili með Englandi. Ég verð að taka ákvarðanir og vera hreinskilinn. Það er ekki auðvelt að velja Eric Garcia framyfir Stones en hann hefur spilað vel og átt skilið að spila"

„Það er engin sérstök ástæða fyrir þessu og þetta er ekki bara John heldur allir leikmenn sem eiga möguleika á að spila með landsliðinu,"
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner