Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 09. febrúar 2020 12:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gummi pakkaði fyrir Tyrkland og heyrði af áhuga Atalanta
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Þórarinsson gekk í raðir bandaríska félagsins New York City í janúarglugganum. Í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 fór hann yfir aðdragandann að félagaskiptunum.

Óhætt er að segja að janúarmánuður hafi verið annasamur hjá leikmanninum en samningur hans við umboðsskrifstofuna sem hann var hjá rann út 10. janúar. Í kjölfarið var hann í sambandi við nokkra umboðsmann.

Allt leit út fyrir að hann væri á leið í tyrknesku deildina.

„Það komu nokkur símtöl og ég var búinn að pakka í töskur og var á leiðinni til Tyrklands. Þá slysast ég til að segja öðrum umboðsmanni frá því. Næsta sem ég heyri þá er hann búinn að fara til tyrkneska félagsins og ná að kreista út einhvern betri samning. Þá fer hinn umboðsmaðurinn í mál við klúbbinn og ég fæ að vita að díllinn sé af borðinu," segir Guðmundur.

„Þetta var hrikalega sérstakt. Svo var ég lengi að bíða eftir félagi á Ítalíu sem ég hefði verið tilbúinn að gera hvað sem er til að komast til. Ég get alveg sagt þetta allt núna, það var Atalanta á Ítalíu. Þeir eru komnir í 16-liða úrslit í Meistaradeildinni og eru í fjórða sæti á Ítalíu. Svo veit maður ekki hvort að sá áhugi hafi verið bull frá þessum umboðsmanni."

Guðmundur sá aldrei tölur á blaði frá Atalanta og heyrði að hann hefði verið valkostur númer tvö. Svo fór að hann gekk í raðir New York sem hafði lengi sýnt áhuga á að fá hann.

„Það er sænskur njósnari sem vinnur mikið fyrir félagið, þetta hafði verið lengi í gangi. Í lok janúar höfðu þeir selt mér þessa hugmynd. Þeir eru með svakalega aðstöðu og þetta er frábært fótboltalið. Það er landsliðsmaður í nánast í hverri stöðu en ef hann er ekki í landsliði þá er hann Argentínumaður eða Brassi."

Guðmundur viðurkennir að vita ekki mikið um fótboltann í Bandaríkjunum en er spenntur fyrir komandi tímum. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Gummi Tóta og leiðin til New York
Athugasemdir
banner
banner
banner