Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. febrúar 2020 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Fimm marka veisla í Napoli - Birkir kom við sögu
Lítið gengur hjá Gennaro Gattuso hjá Napoli. Liðið var að rétta úr kútnum en vægast sagt högg í dag.
Lítið gengur hjá Gennaro Gattuso hjá Napoli. Liðið var að rétta úr kútnum en vægast sagt högg í dag.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var rétt í þessu að ljúka í ítölsku seríu A. Við byrjum yfirferðina í Napoli þar sem heimamenn tóku á móti Lecce. Gestirnir komust yfir á 29. mínútu með marki frá Gianluca Lapadula.

Arkadiusz Milik jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks en Lapadula svaraði á 61. mínútu, gestirnir komnir yfir á ný. Marco Mancosu kom gestunum í 1-3 á 82. mínútu og Jose Callejon minnkaði muninn á 90. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Lecce sótti því þrjú stig til Napoli. Napoli hefur alls ekki riðið feitum hesti á leiktíðinni og situr í 11. sæti. Lecce er í 17. sæti. Napoli hafði unnið síðustu þrjá leiki sína fyrir leikinn í dag, tvo í deildinni.

Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum hjá Brescia sem tók á móti Udinese. Staðan var 0-0 þegar Birkir kom inn á á 68. mínútu. Dimitri Bisoli kom heimamönnum yfir á 81. mínútu en á þriðju mínútu uppbórtartíma jöfnuðu gestirnir.

Jafntefli niðurstaðan og Brescia er sex stigum frá öruggu sæti. Genoa sigraði þá Cagliari gamla brýnið Goran Pandev skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu.

Genoa 1 - 0 Cagliari
1-0 Goran Pandev ('43 )

Napoli 2 - 3 Lecce
0-1 Gianluca Lapadula ('29 )
1-1 Arkadiusz Milik ('48 )
1-2 Gianluca Lapadula ('61 )
1-3 Marco Mancosu ('82 )
2-3 Jose Callejon ('90 )

Brescia 1 - 1 Udinese
1-0 Dimitri Bisoli ('81 )
1-1 Rodrigo De Paul ('90 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
7 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
8 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
14 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner