Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 09. febrúar 2020 16:20
Aksentije Milisic
Kaka segir Firmino vera besta framherja í heimi
Mynd: Getty Images
AC Milan goðsögnin Kaka hefur sagt að Roberto Firmino, framherji Liverpool, sé besti framherji í heimi ásamt Luis Suarez, leikmanni Barcelona.

Firmino hefur verið frábær fyrir Liverpool á þessu tímabili en þessi duglegi leikmaður hefur skorað 8 mörk og lagt upp önnur 7.

„Þessa stundina er Alisson besti markvörður í heimi, Fabinho einn af bestu miðjumönnunum og Firmino er besti framherji heims ásamt Luis Suarez," sagði Kaka í samtali við Sky Sports.

„Firmino skilur hvert hlutverk hans er á vellinum. Hann er ekki inn í vítateignum allan tíman heldur kemur hann niður, fær boltann og býr til spil.

Liverpool er aðeins sex sigurleikjum frá því að gulltryggja sér enska titilinn en Kaka hefur varað þá við því að það verði erfitt að endurtaka slíkt tímabil.

„Þetta sýnir hvað Liverpool er gott lið og með góðan stjóra. Að spila svona í ensku deildinni er ótrúlegt og það verður erfitt að ná svona frammistöðu í meira en eitt tímabil," sagði Kaka að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner