Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. febrúar 2020 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: Átta marka veisla í Boganum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Völsungur 4 - 4 Magni
0-1 Helgi Snær Agnarsson ('6 )
1-1 Daníel Már Hreiðarsson ('20 )
2-1 Daníel Már Hreiðarsson ('49 )
3-1 Daníel Már Hreiðarsson ('50 )
3-2 Helgi Snær Agnarsson ('69 )
3-3 Kristinn Þór Rósbergsson ('80, víti )
4-3 Sæþór Olgeirsson ('84 )
4-4 Kristján Freyr Óðinsson ('89 )

Magni og Völsungur gerðu 4-4 jafntefli í lokaleik liðanna í A-deild Kjarnafæðismótsins en leikurinn fór fram í Boganum.

Helgi Snær Agnarsson kom Magna yfir á 6. mínútu áður en Daníel Már Hreiðarsson gerði þrennu fyrir Völsung. Fyrsta markið kom á 20. mínútu og þá gerði hann tvö mörk á tveimur mínútum í byrjun síðari hálfleiks.

Helgi Snær minnkaði muninn fyrir Magna áður en Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Sæþór Olgeirsson kom Völsungi aftur yfir fjórum mínútum síðar áður en Kristján Freyr Óðinsson náði í stig fyrir Magna með marki á 89. mínútu.

Magni hafnar í næst neðsta sæti A-deildarinnar með 4 stig á meðan Völsungur er með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner