Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 09. febrúar 2020 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Íslendingavaktin 
Myndband: Dagur Dan skoraði gegn Krasnodar
Dagur Dan Þórhallsson
Dagur Dan Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Mjondalen í Noregi, skoraði í 4-3 tapi liðsins gegn rússneska liðinu Krasnodar í æfingaleik á Marbella á Spáni á föstudag.

Dagur er fæddur árið 2000 en hann fór til Mjondalen frá Keflavík í janúar á síðasta ári á láni og var síðan keyptur til félagsins síðasta sumar.

Hann átti erfitt með að brjóta sér leið inn i byrjunarlið Mjondalen og var því lánaður til KvikUHalden seinni hluta tímabilsins í baráttu í norsku C-deildinni þar sem hann gerði vel og skoraði fimm mörk.

Hann er nú kominn aftur til Mjondalen og er með liðinu á Marbella á Spáni í æfingabúðum en hann náði að heilla í 4-3 tapi gegn Krasnodar á föstudag eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Hann fiskaði vítaspyrnu og skoraði svo úr henni sjálfur en hægt er að sjá spyrnuna hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner