Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. febrúar 2020 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Petit: Messi er ekki Ronaldo - Næði ekki sömu hæðum á Englandi
Messi í baráttunni við Cristiano Ronaldo þegar Ronaldo lék með Manchester United.
Messi í baráttunni við Cristiano Ronaldo þegar Ronaldo lék með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum miðjumaður Barcelona og Arsenal, segir að Lionel Messi myndi ekki ná sömu hæðum í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo náði á sínum tíma.

Petit segir félagaskipti til Manchester United eða City vera galin fyrir félögin og Messi.

„Í hreinskilni finnst mér hann ekki byggður fyrir átökin á Englandi," sagði Petit.

„Hann er ekki hrifinn af því þegar hann er í barningi og á Spáni er hann verndaður. Það væri frábært fyrir enska stuðningsmenn að fá hann en ég sé ekki af hverju Manchester City, sem dæmi, ætti að fá Messi í dag."

„Messi er ekki Cristiano Ronaldo. Hann er ekki með sömu vél og Ronaldo býr yfir. Ronaldo er skrímsli en 32 ára Messi á einungis eftir tvö eða þrjú ár á hæsta plani. Þó hann spili áfram á Spáni næstu árin með stórkostlegum leikmönnum þá er ekki það mikið eftir á tankinum hjá honum."

„Ég er viss um að Messi viti að það er ekki langt í endalokin,"
sagði Petit að lokum.
Athugasemdir
banner
banner