Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 09. febrúar 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Pirlo: Tonali er besti miðjumaður deildarinnar
Sandro Tonali
Sandro Tonali
Mynd: Getty Images
Ítalska goðsögnin Andrea Pirlo er á því máli að Sandro Tonali, leikmaður Brescia, sé besti miðjumaðurinn í ítölsku deildinni en að þeir sé frekar ólíkir á velli.

Tonali er aðeins 19 ára gamall en hefur verið potturinn og pannan í leik Brescia í Seríu A á þessari leiktíð.

Hann átti stóran þátt í að koma liðinu upp um deild og hefur þá verið orðaður við stærstu félög Ítalíu. Tonali var valinn í ítalska A-landsliðið þegar hann var aðeins 17 ára gamall og að spila í Seríu B en Pirlo segir hann hafa þroskast mikið.

„Nei, hann er ekki að taka við af mér. Hann er mjög góður en hann er mjög ólíkur mér á vellinum," sagði Pirlo.

„Hann hefur allt til að verða meistari en hann er meiri miðjumaður sem spilar í tveggja manna miðju. Hann gæti nú þegar spilað fyrir eitt af bestu liðunum því hann er besti miðjumaðurinn í deildinni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner