Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. febrúar 2020 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rashford hitti Jay-Z og ræddi um samning við umboðsskrifstofuna
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Mirror flaug Marcus Rashford, framherji Manchester United og enska landsliðsins, til Miami um síðustu helgi til að sjá leikinn um Ofurskálina, Superbowl. Ferðin hafði einnig annan tilgang en Rashford er sagður hafa hitt rapparann Jay-Z.

Mirror heldur því fram að Rashford sé í viðræðum við umboðsskrifstofu Jay-Z um að semja við hana.

Rashford fékk leyfi frá United til að fljúga vestur um haf en hann er á meiðslalistanum. Hann er sagður hafa rætt við Juan Perez, forseta Roc Sport, umboðsskrifstofuna sem er í eigu Jay-Z.

Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City og Romelu Lukaku, fyrrum framherji United og núverandi framherji Inter Milan, eru á meðal þeirra leikmanna sem eru á mála hjá Jay-Z og félögum. Árið 2016 reyndi Jay-Z fyrst að krækja í Rashford og segir sagan að líkur séu á því að Rashford semji á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner