Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. febrúar 2020 17:45
Aksentije Milisic
Sagt að Juventus ætli sér að selja Ramsey
Mynd: Getty Images
Talið er að Juventus ætli sér að selja Aaron Ramsey eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu. Ramsey hefur verið í vandræðum með meiðsli frá því hann kom til liðsins frá Arsenal og hefur aðeins náð að spila 12 deildarleiki á þessu tímabili.

Ramsey kom til liðsins á frjálsri sölu en hann hefur átt í meiðsla vandræðum síðustu ár og þau hafa haldið áfram á Ítalíu. Ramsey kom inn af bekknum í gær þegar 18 mínútur voru eftir af leik Hellas Verona og Juventus sem Juventus tapaði óvænt.

Sarri var spurður út í Ramsey eftir sigur Juventus á Roma þann 12 janúar síðastliðinn.

„Ég er viss um að Ramsey muni spila vel núna á síðari hluta tímabilsins. Hann er að koma vel, hann kom frá Englandi til að spila með okkur og það er ekki auðvelt," sagði Sarri.

„Hann hefur átt í vandræðum með meiðsli en mér líst vel á hann þessa stundina."

Ramsey hefur spilað 19 leiki fyrir Juventus en aðeins ná að vera í byrjunarliðinu í 8 af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner