sun 09. febrúar 2020 13:20
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Sidibe gleymdi að klæða sig í sokk - Skiptingin tafðist
Mynd: Getty Images
Everton og Crystal Palace mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem leikar enduðu 3-1 heimamönnum í vil. Ansi skondið atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Everton var að framkvæma skiptingu.

Djibril Sidibe, leikmaður Everton var þá að gera sig kláran til þess að koma inn á fyrir Theo Walcott sem meiddist. Þegar Sidibe stóð á hliðarlínunni og ætlaði að lyfta báðum sokkunum upp þá áttaði hann sig skyndilega á því að hann var í aðeins einum sokk og rauk því beint inn í klefa.

Carlo Ancelotti virkaði langt því frá að vera sáttur með þetta enda lið hans að spila manni færri. Sidibe fór inn í klefa, fann sokk og því náðist að gera skiptinguna að lokum.

„Hann gleymdi sokknum sínum. Þetta er ný reynsla fyrir mig," sagði Ancelotti um málið.

Þetta skrautlega atvik má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner