Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. febrúar 2020 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Celta Vigo spyrnti sér frá botninum
Pione Sisto skoraði sigurmark Celta Vigo
Pione Sisto skoraði sigurmark Celta Vigo
Mynd: Getty Images
Celta 2 - 1 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('23 )
1-1 Iago Aspas ('78 )
2-1 Pione Sisto ('90 )

Celta Vigo lagði Sevilla að velli, 2-1, í spænsku deildinni í kvöld en sigurmarkið kom í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Youssef En-Nesyri kom gestunum í Sevilla yfir á 23. mínútu eftir góða skyndisókn.

Iago Aspas jafnaði metin á 78. mínútu er hann fékk boltann inn í teig, sólaði markvörðinn og kom knettinum í netið. Pione Sisto tryggði svo Celta Vigo sigurinn í uppbótartíma með því að skjóta boltanum í stöng og inn vinstra megin úr teignum.

Lokatölur 2-1 fyrir Celta Vigo sem ákvað að spyrna sér af botninum og í 17. sæti en liðið er með 20 stig á meðan Sevilla er í 5. sæti með 39 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner