Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. febrúar 2020 14:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Isak allt í öllu í sigri Sociedad
Mynd frá fögnuði Isak gegn Real Madrid í bikarnum.
Mynd frá fögnuði Isak gegn Real Madrid í bikarnum.
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 2 - 1 Athletic
1-0 Cristian Portu ('65 )
1-1 Inaki Williams ('71 )
2-1 Aleksander Isak ('83 )
Rautt spjald: Iker Muniain ('89, Athletic)

Annar leikur dagins í spænsku La Liga lauk rétt í þessu. Fyrr í dag lagði Espanyol lið Mallorca. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og markalaus. Fyrsta mark leiksins kom á 65. mínútu, Cristian Portu, leikmaður Sociedad, skoraði þá eftir lagleg tilþrif Aleksander Isak í teignum. Isak lék á Dani Garcia og kom boltanum út í teignn á Portu sem skoraði með góðu skoti, virkilega vel gert hjá Isak.

Inaki Williams jafnaði leikinn fyrir gestina á 71. mínútu. Varamaðurinn Iker Muniain vann boltann á eigin vallarhelmingi og lagði hann í gegn á Williams eftir smá sprett. Williams jafnaði með góðu skoti á nærstöngina úr þröngu færi.

Sigurmark leiksins kom svo á 83. mínútu Portu lagði boltann laglega út á Isak í teignum með því að draga boltann út. Skottilraun Isak var varinn en hann fylgdi á eftir og kom boltanum í netið.

Á 89. mínútu fékk Muniain að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu. Mikel Oyarzabal var búinn að losa sig við boltann þegar Muniain kom á strauinu og fór beint í fyrirliðann. Fleira gerðist ekki í leiknum og Sociedad er því komið sex stigum á undan Athletic, Sociedad situr í 6. sæti deildarinnar með 37 stig.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner