Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. febrúar 2020 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Surman og Wilder lenti saman - „Ég varð eilítið pirraður"
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, stjóra Sheffield United, og Andrew Surman, miðjumanni Bournemouth, lenti í dag saman á 52. mínútu leiks Sheffield og Bournemouth.

Josh Egan og Dan Gosling voru í baráttunni um boltann og í kjölfarið sauð upp úr. Myndband af atvikinu má sjá neðst í fréttinni.

Surman fékk að líta gula spjaldið eftir þetta atvikið frá Jon Moss, dómara leiksins. Wilder tjáði sig um atvikið í viðtali eftir leik: „Ég varð eilítið pirraður. Það gerðist mikið í þessum leik. Mögulega er þetta eitthvað sem ég þarf að venjast betur," sagði Wilder.


Athugasemdir
banner
banner