Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 09. febrúar 2020 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Íslendingavaktin 
Theodór Elmar gaf um níu milljónir vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi
Mynd: Twitter
Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður Akhisarspor í næstefstudeild í Tyrklandi, veitti í gær sínum fyrrum liðið, Elazigspor, styrk sem samsvarar um níu milljónum íslenskra króna vegna jarðskjálfta sem reið yfir Elazig-hérað í Tyrklandi í janúar. Íslendingavaktin greinir frá.

Elmar lék með Elazigspor frá 2017 til ársins 2018. Eftir skjálftann öfluga þann 24. janúar fylgdu fjöldi eftirskjálfta í kjölfarið. Elazigspor hóf keppni í haust í C-deild í Tyrklandi en í kjölfar jarðskjálftanna varð tyrkneska knattspyrnusambandið við þeirri beiðni Elazigspor að draga sig úr keppni.

Lið Elazıgspor sá ekki ástæðu til þess að halda áfram keppni í deildinni. Tals­verðar skemmd­ir urðu á æfingasvæði liðsins og allir í kringum liðið hafa átt erfitt uppdráttar á síðustu vikum. Þá hafði liðið engan áhuga á því að færa sig um set í einhvern ákveðinn tíma.

Selçuk Öztürk, forseti Elazığspor, kom sérstöku þakklæti á framfæri til Theodórs Elmars á fréttamannafundi í gær og greindi frá því að hann ætti von á fleiri framlögum frá fyrrum leikmönnum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner