Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. febrúar 2020 19:02
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Markalaust í toppslagnum
Timo Werner þakkar fyrir sig í kvöld
Timo Werner þakkar fyrir sig í kvöld
Mynd: Getty Images
Bayern 0 - 0 RB Leipzig

Bayern München og RB Leipzig gerðu markalaust jafntefli í einum af stórslag helgarinnar í þýsku deildinni.

Bayern var meira með boltann í fyrri hálfleik en vörn Leipzig hleypti engu í gegnum sig.

Á 53. mínútu braut Dayot Upamecano á Robert Lewandowski innan teigs og var víti dæmt. VAR skoðaði hins vegar atvikið og þá kom í ljós að Lewandowski var rangstæður í aðdragandanum.

Timo Werner fékk frábært tækifæri til að koma Leipzig yfir tíu mínútum síðar en hann skaut framhjá af stuttu færi.

Leikmenn Leipzig ákváðu að verja stigið undir lok leiks og lokatölur því 0-0. Bayern er á toppnum með 43 stig en Leipzig með 42 stig í 2. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner