Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 09. febrúar 2021 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frammistaða Maríu eitt af því jákvæða hjá Man Utd - „Ég er stolt"
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um síðustu helgi í óvæntu tapi gegn Reading.

María er norsk landsliðskona en hún á ættir að rekja til Íslands. Faðir hennar er Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Hún gekk í raðir Man Utd frá Chelsea á dögunum og segir í umfjöllun Guardian að United hafi gert þar vel í að bæta sigurvegara í hóp sinn.

Casey Stoney, þjálfari Man Utd, hrósaði frammistöðu hennar í leiknum gegn Reading þrátt fyrir tap. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Þú verður að taka það jákvæða úr leiknum og hún var eitt af því jákvæða."

María, sem leikur í hjarta varnarinnar, var sjálf mjög stolt að hafa leikið sinn fyrsta leik fyrir þetta stóra félag.

„Ég er stolt af þessu. Ég bjóst aldrei við að klæðast treyju Manchester United. Þetta var það félag sem ég heyrði mest af þegar ég var yngri. Ég kann að meta það að vera hluti af svona stóru félagi," segir María við VG en hún ætlar sér að hjálpa Man Utd í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
Athugasemdir
banner
banner