Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 10:36
Magnús Már Einarsson
KSÍ leitar lausna með Birki og Emil - Ekki rætt um frestun á leiknum
Icelandair
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að unnið sé að því að finna lausnir til að Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson geti spilað leikinn gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM þann 26. mars næstkomandi.

Leikmennirnir spila báðir á Ítalíu en allir ferðalangar þaðan eiga að fara í tveggja vikna sóttkví þegar þeir koma til Íslands vegna kórónu veirunnar.

Um helgina bárust síðan fréttir af því að Lombardy héraði á Ítalíu hefði verið lokað en Birkir er búsettur þar.

KSÍ er að skoða alla möguleika til að Birkir og Emil geti spilað leikinn eftir 17 daga.

„Ekkert nýtt með Birkir og Emil. Við erum að leita lausna og vonandi skýrarst málin fljótlega," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Klöru hefur ekki komið til umræðu að fresta leiknum við Rúmeníu. „Ég hef ekki heyrt neitt af möguleika um að leiknum verði frestað," sagði Klara.
Athugasemdir
banner
banner