Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Töfting velur Kjartan Henry bestan í deildinni
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Henry Finnbogason
Mynd: Getty Images
Fyrrum danski landsliðsmaðurinn Stig Töfting segir að Kjartan Henry Finnbogason sé besti leikmaðurinn í dönsku B-deildinni.

Hinn 33 ára gamli Kjartan Henry hefur skorað fjórtán mörk í átján leikjum með Vejle á tímabilinu en hann er markahæstur í dönsku B-deildinni.

Um helgina skoraði hann sigurmark Vejle gegn Hvidovre í viðbótartíma.

Vejle er með sjö stiga forskot á toppnum og stefnir hraðbyri á að endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni.

Harðjaxlinn Töfting ræddi dönsku B-deildina í markaþætti á TV3 í gær en þar sagði hann að Kjartan væri besti leikmaður deildarinnar.

Per Frimann, fyrrum leikmaður Anderlecht og danska landsliðsins, tók einnig undir með Töfting í þættinum í gær og var sammála því að Kjartan Henry sé leikmaður tímabilsins hingað til í B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner