Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 15:17
Magnús Már Einarsson
U19 kvenna vann Þýskaland í fyrsta skipti í sögunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann U19 ára landslið Þýskalands 2-0 í vináttuleik á La Manga á Spáni í dag.

Ída Marín Hermannsdóttir úr Val og Barbára Sól Gísladóttir leikmaður Selfoss skoruðu mörk Íslenska liðsins.

Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Ísland vinnur Þýskaland í þessum aldursflokki.

Íslenska liðið hefur gert það gott á Spáni undanfarna daga og einnig unnið Sviss og Ítalíu.

Byrjunarliðið
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)
Barbára Sól Gísladóttir
Hildur Þóra Hákonardóttir
Katla María Þórðardóttir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Eva Rut Ásþórsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (F)
Karen María Sigurgeirsdóttir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Ída Marín Hermannsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir



Athugasemdir
banner
banner
banner