mið 09. mars 2022 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrítin númer hjá KR - „Hann heimtaði það að vera númer tvö"
Stefán Árni á ferðinni á undirbúningstímabilinu.
Stefán Árni á ferðinni á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson fær líklega stærra hlutverk í liði KR í sumar þar sem Óskar Örn Hauksson er farinn í Stjörnuna.

Stefán Árni á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, mjög hæfileikaríkur leikmaður þar á ferðinni.

Elvar Geir Magnússon sagði hins vegar frá því í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag að hann hefði skammað Stefán fyrir leik KR og Leiknis í Lengjubikarnum.

„Ég skammaði Stebba fyrir leik fyrir það að vera númer tvö," sagði Elvar Geir. „Hann heimtaði það að vera númer tvö."

Stefán var númer 29 í fyrra en er kominn með nýtt númer núna. Það var óvanalegt að sóknarþenjandi leikmaður sé með svona lágt númer á bakinu.

„Stefán Árni er týpa, eins og þú þekkir. Hann er listþenkjandi fótboltamaður en hann er líka listamaður á vellinum. Þetta er eiginlega gjörningur, en sóknarsinnaður hæfileikaríkur kantmaður í sigursælasta félagi Íslands frá upphafi á ekki að vera númer tvö," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Þetta er ekki eina skrítna númerið hjá KR. „Finnur Tómas í miðverðinum er númer sjö."

„Þetta er ekki hægt. Maður höndlar þetta ekki. Mögulega er þetta til að trufla andstæðinginn," sagði Tómas léttur.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og boltafréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner