Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 09. apríl 2020 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félög í ensku úrvalsdeildinni skoða að nota vélar á æfingasvæðinu
Vélar sem prófa hvort að einstaklingur sé með kórónuveiruna
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni eru að skoða það að nota vélar sem prófa hvort að einstaklingar séu með kórónuveiruna. Frá þessu segir Mirror.

Félög myndu þá nota þessar vélar á æfingasvæðinu á hverjum degi til að kanna það hvort að leikmenn séu með kórónuveiruna.

Það myndi gefa félögum tækifæri til að fylgjast náið með stöðu leikmanna, en sum félög vonast til þess að geta byrjað að æfa aftur í maí og spila aftur í júní. Það yrði þá væntanlega leikið fyrir luktum dyrum.

Hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni og öðrum deildum í Evrópu, utan Hvíta-Rússlands, í síðasta mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.

Það er mikil pressa á félögum ensku úrvalsdeildarinnar að klára tímabilið þar sem þau gætu tapað sjónvarpstekjum upp allt að 750 milljónum punda ef tímabilið verður ekki klárað.

Leikmannasamtökin og leikmenn hafa áhyggjur af því að spila á bak við luktar dyr. Þeir hafa áhyggjur af heilsu sinni og fjölskyldu sinnar, en það myndi líka auka álag á sjúkraliða og lögreglu á þessum erfiðu tímum. Stöðugar prófanir á leikmönnum gætu minnkað þessar áhyggjur að sögn Mirror.

Fundað verður þann 17. apríl um stöðuna og framhaldið í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner