banner
   fös 09. apríl 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Karólína: Verið að reyna að gera mig að þýskri vél
Icelandair
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur gengið mjög vel. Það er spennandi að fá nýjan þjálfara þó að við þekkjum hann sumar mjög vel. Það vilja allir sýna sig og þetta hefur verið mjög skemmtilegt," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á fréttamannafundi í dag.

Ísland mætir Ítalíu í vináttuleik á morgun en um er að ræða fyrsta leikinn sem Þorsteinn Halldórsson stýrir. Þorsteinn var áður þjálfari Karólínu hjá Breiðabliki en hún segist hafa saknað að spila undir hans stjórn.

„Ég er búinn að sakna þess mikið. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að heyra í þessum góðu þjálfurum sem maður var orðinn mjög vanur. Það er ekkert verið að slaka á hjá Steina. Það eru frábærar áherslur hjá honum. Núna þarf að fylgja þeim og ná góðum úrslitum gegn Ítalíu og byggja svo ofan á það."

Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru báðar fjarri góðu gamni á morgun og því fá aðrir leikmenn tækifæri á miðjunni. „Það er erfitt að missa svona reynslmikla leikmenn en ég hef engar áhyggjur. Það eru aðrar sem stiga upp og taka meiri ábyrgð. Þetta er tækifæri fyrir okkur."

Lærdómsríkt í Þýskalandi
Karólína gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern Munchen í vetur en hún hefur komið við sögu í þremur leikjum í þýsku Bundesligunni hingað til.

„Það er búið að vera rosalega lærdómsríkt. Mjög skemmtilegt en mjög krefjandi. Ég er að búa ein í fyrsta skipti, nýtt tungumál, nýjar stelpur og nýtt lið. Ég hef lært rosalega mikið af þessu. Það verður skemmtilegt að sjá hvað gerist í framtíðinni. Ég þarf að vera þolinmóð því þetta tekur tíma," sagði Karólína sem hefur lært mikið hjá Bayern.

„Það er mikið af áherslum sem maður fær og það er alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt. Það er aðallega í styrktarþjálfuninni. Það er verið að reyna að gera mig að þýskri vél. Maður er með heimavinnu í gyminu. Það er líka mikið af fótboltalegum þáttum sem ég hef reynt að tileinka mér. Ég á margt eftir ólært. Þjóðverjarnir ætla að kenna mér mjög mikið, ég hef séð það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner