Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. apríl 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
La Liga segir ekki sannanir fyrir kynþáttafordómunum
Juan Cala.
Juan Cala.
Mynd: Getty Images
Rannsókn spænsku úrvalsdeildarinnar á meintum kynþáttafordómum hjá Juan Cala, leikmanni Cadiz, hefur leitt í ljós að engar sannanir séu fyrir að leikmaðurinn hafi verið með fordóma.

Mouctar Diakhaby, leikmaður Valencia, ásakaði Cala um kynþáttafordóma í leik liðanna um síðustu helgi.

Diakhaby var mjög reiður og gekk af velli ásamt liðsfélögum
sínum. Leikmenn Valencia kláruðu á endanum leikinn en Diakhaby var tekinn af velli.

Mikið hefur verið fjallað um málið á Spáni í vikunni. Cala neitar því að hafa verið með fordóma en Valencia hefur svarað fullum hálsi og segist standa við bakið á Diakhaby.

Eins og staðan er núna verður Cala hins vegar ekki refsað þar sem engar sannanir fundust í rannsókn spænska knattspyrnusambandsins á málinu. Varalesarar reyndu að greina samskipti Cala og Diakhaby og töldu að ekki væri hægt að sanna að um fordóma væri að ræða.

Sjá einnig:
Leikmenn Valencia fóru aftur á völlinn með hótunum
„Juan Cala, við trúum þér ekki"
Athugasemdir
banner
banner