Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 09. apríl 2021 11:42
Elvar Geir Magnússon
Steve Bruce myndi banna samfélagsmiðla ef hann gæti
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mikil umræða hefur verið um gróf ummæli sem fótboltamenn verða fyrir á samfélagsmiðlum. Mikið hefur verið um kynþáttafordóma og aðra hatursorðræðu á miðlunum.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur fengið sinn skammt af ljótum ummælum í gegnum samfélagsmiðla og segir einfaldlega að ef hann fengi ráðið yrðu þessir miðlar hreinlega bannaðir.

„Ef þú ert svolítið viðkvæmur getur þetta skaðað fólk. Að mínu mati á þetta að vera bannað. Það yrði framfaraskref að hafa ekki samfélagsmiðla og ég styð þau félög sem hafa hætt tímabundið á þessum miðlum," segir Bruce.

Swansea, Rangers og Birmingham eru þau fótboltafélög sem hafa gefið það út að þau muni ekki setja neitt á samfélagsmiðla í eina viku til að mótmæla aðgerðarleysi þegar kemur að hatursorðræðu á miðlunum.

„Þetta er plága og í fullri alvöru þá finnst mér að það ætti að vera eftirlit með því sem þarna er sett inn. Þú ert ábyrgur fyrir því sem þú gerir og hvað þú skrifar. Sumt af því sem ég sé er hreinlega viðbjóðslegt. Ég er ánægður með viðbrögð þessara félaga."
Athugasemdir
banner
banner